138. löggjafarþing — 75. fundur,  16. feb. 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[14:32]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Þetta frumvarp lýsir í hnotskurn ryðgaðri ríkisstjórn, ónýtri ríkisstjórn sem framkvæmir hluti sem eru til óþurftar í nær öllu sem gert er. Hún ruggar bátnum, vaggar öllu sem er ástæða til að styrkja og efla, til að mynda grunnatvinnuvegi þjóðarinnar, sjávarútveginum. Það er skelfilegt og það er rétt sem hv. síðasti ræðumaður sagði, þetta er til að mynda aðför að Suðurlandi. Ég kalla eftir skýringum hv. þingmanna Sunnlendinga sem leyfa sér að greiða þessu atkvæði, þessari valdbeitingu og mismunun. Það er því miður svo vitlaust hvernig gengið er að þessu, þetta er svo heimskulegt (Forseti hringir.) þegar um er að ræða sáttatilraunir nefndar sem hæstv. sjávarútvegsráðherra hefur skipað, að það nær engu tali.