138. löggjafarþing — 75. fundur,  16. feb. 2010.

tilkynning um dagskrá.

[15:51]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég tek undir þau orð sem hv. þm. Illugi Gunnarsson hafði hér uppi. Það er ekki inni í myndinni af minni hálfu að þessi mál verði rædd samhliða. Hér er um gríðarlega stórt mál að ræða, sem er stjórn fiskveiða, og ástæðulaust að reyna að draga inn í þá umræðu annað frumvarp sem er öllu minna að sniðum. Hæstv. ráðherra ætti heldur að gefa sér tíma til að ræða þessi mál við okkur með þeim hætti sem vera ber.