138. löggjafarþing — 75. fundur,  16. feb. 2010.

stjórn fiskveiða.

370. mál
[16:18]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar til að bera eina spurningu upp fyrir hæstv. ráðherra og hún er þessi: Hver er ástæðan fyrir því að hæstv. ráðherra ætlar að halda áfram með svæðaskiptinguna? Á síðasta ári voru rökin fyrir henni þau að helmingurinn af þorskinum sem tekinn var inn í þetta var byggðakvóti. Hver er ástæðan fyrir því að hæstv. ráðherra ætlar að halda áfram með svæðaskiptinguna, vegna þess að hún misfórst gersamlega á síðasta fiskveiðiári?