138. löggjafarþing — 76. fundur,  17. feb. 2010.

störf þingsins.

[13:33]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Ánægja mín og gleðilæti vegna tilvitnaðra ummæla eru innan viðráðanlegra marka. [Hlátur í þingsal.] Ég var vissulega í hópi þeirra sem samþykktu tillögu um að Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu. Ég er þeirrar skoðunar að það sé orðin skrúfa á pólitísku lífi þessarar þjóðar og hætt við að forskrúfist ef ekkert að gert, spurningin um aðild að Evrópusambandinu. Ég vil fá úr því skorið hver vilji þjóðarinnar er í lýðræðislegum kosningum. Þetta er skýringin á stuðningi mínum við þessa aðildarumsókn. Hitt hefur ekkert breyst að ég er sjálfur mjög andvígur því að Ísland gangi í Evrópusambandið og hef sannast sagna aldrei verið andvígari því en í dag.