138. löggjafarþing — 76. fundur,  17. feb. 2010.

stuðningur við atvinnulaus ungmenni.

179. mál
[14:09]
Horfa

Ásbjörn Óttarsson (S):

Virðulegi forseti. Ég vil byrja á því að þakka hv. þm. Jónínu Rós Guðmundsdóttur fyrir að vekja athygli á þessu máli. Ég fagna því líka að hæstv. ráðherra er að gera ýmislegt til að bregðast við þessum vanda. Mér er kunnugt um að á vegum atvinnuráðgjafar Vesturlands er svona átak í gangi og það hefur gefið mjög góða raun og er að skila miklum árangri. Hættan er sú, virðulegur forseti, að þegar ungt fólk lendir í þeim dapurlegu aðstæðum að missa atvinnu sína, getur það líka fest í þessari gildru. Það getur verið mjög erfitt, og reynsla annarra landa segir okkur að það, og það er oft og tíðum erfitt fyrir ungt fólk að koma sér aftur út á atvinnumarkaðinn eftir að hafa lent í slíkum aðstæðum.

Ég hvet hæstv. ráðherra til að halda áfram á þeirri braut sem hann er til þess að við náum árangri í því að sporna við þeirri vá sem er þarna fyrir dyrum.