138. löggjafarþing — 77. fundur,  18. feb. 2010.

skuldavandi heimilanna.

[10:51]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra Árna Páli Árnasyni fyrir svörin. Ég vonast til að leitað verði eftir þessu samráði strax á eftir og reynt að koma því í ákveðinn farveg og vil þá hvetja hæstv. ráðherra félagsmála til að beita sér fyrir því að jafnframt verði haft samráð við stjórnarandstöðuna af hálfu dómsmálaráðuneytis varðandi þau úrræði sem þar eru í smíðum. En er það svo, ef ég skil hæstv. ráðherra rétt, að þau úrræði sem eru í smíðum í félagsmálaráðuneytinu snúi í meginatriðum að því að koma á fót embætti sem hugsanlega yrði umboðsmaður skuldara eða eitthvað í þá veru, sem rætt var aðeins á þinginu á haustdögum?