138. löggjafarþing — 77. fundur,  18. feb. 2010.

atvinnuuppbygging.

[11:05]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Frú forseti. Þetta var mjög hefðbundin upptalning af hálfu hæstv. iðnaðarráðherra en hún svaraði í engu spurningu minni um það hvernig henni litist á það verklag hæstv. umhverfisráðherra að tefja þessi skipulög sem öll varða virkjanaframkvæmdir. Þær framkvæmdir sem hún talaði um og tækifæri í hátækniiðnaði, nýsköpun og öllu þessu þurfa líka orku. Gagnaver á Ásbrú í Reykjanesbæ þarf líka orku, það þarf líka línur þannig að við þurfum að halda þessu öllu saman og koma málum áfram. Ríkisstjórnin 1. febrúar 2009 sagðist ætla að skapa 3.000 störf. Í staðinn hafa 3.000 fleiri orðið atvinnulausir. Það er ekki verið að fjölga störfum til jafns við það sem þeim fækkar.

Aðeins varðandi sjálfbærnina, það er mikið tala um hana og hún er grundvöllur atvinnustefnu ríkisstjórnarinnar — hvernig má þá vera að hér er frumvarp (Forseti hringir.) sem bíður 3. umr. um skötusel þar sem talað er um að auka veiðar 80% umfram ráðgjöf? Er það sjálfbærni? Nei, það er ofveiði.