138. löggjafarþing — 77. fundur,  18. feb. 2010.

sóknaráætlun til eflingar atvinnulífi og samfélagi um land allt.

332. mál
[14:16]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér liggur fyrir tillaga til þingsályktunar um sóknaráætlun til eflingar atvinnulífi og samfélagi um land allt og er hluti af 20/20 sóknaráætlun svokallaðri, ef ég skil þetta bix rétt. Mig langar að spyrja hæstv. forsætisráðherra að því hver sé fyrirmyndin að þessari vinnu. Hver sé fyrirmyndin að þessari sóknaráætlun, 20/20 áætluninni. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort það geti verið að fyrirmyndin sé það plagg sem ég held hér á sem heitir Europe 20/20. Ég er að velta fyrir mér hvort sú vinna sem hér er í gangi á vegum ríkisstjórnarinnar, þar sem farið er um allt land og er túlkað og sett upp sem einhvers konar framtíðarsýn, eða hvað á að kalla það, hvort sú framtíðarsýn sé hluti af undirbúningnum fyrir aðildarviðræður og mögulega inngöngu landsins í Evrópusambandið.

Ef við skoðum Europe 20/20 og það sem þar er að baki þá er þetta mjög keimlíkt því sem þar er verið að vinna að. Því langar mig að spyrja hæstv. ráðherra hvort þetta sé fyrirmyndin.