138. löggjafarþing — 78. fundur,  22. feb. 2010.

samstarf við bandarísk stjórnvöld vegna Icesave.

[15:23]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Eins og ég sagði áðan hafa verið samtöl og fundir með mörgum forráðamönnum Evrópuþjóða um þetta mál og ég veit að utanríkisráðherra okkar, Össur Skarphéðinsson, hefur óskað eftir samtölum við utanríkisráðherra Bandaríkjanna um þetta mál. Það var ítrekað á föstudaginn svo við skulum vona að einnig náist samtöl við Bandaríkin um málið. Það er mikilvægt að á öllum vígstöðvum sé reynt að koma þessum sjónarmiðum okkar að. Ég tel að þetta sé að komast til skila og met það út frá afstöðu forráðamanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem við höfum átt samtöl við nýlega.