138. löggjafarþing — 80. fundur,  24. feb. 2010.

útboð Vegagerðarinnar.

237. mál
[15:06]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Bent hefur verið á hér að tafir virðast vera í möguleikum á útboði á tvöföldun Suðurlandsvegar að Litlu kaffistofunni frá Lögbergi. Það er náttúrlega til háborinnar skammar ef bæjarstjórn Kópavogs dregur lappirnar í því að afgreiða þetta mál og ekki í stíl Kópavogs, driftarsamfélags, að ganga ekki til verka strax. Ástæðurnar eru sagðar vera þær að ekki sé fallist á mislæg gatnamót í fyrsta áfanga. Það skiptir bara ekki máli, það sem skiptir máli er að koma þessu verki af stað. Verið að vinna að hlutum við mislæg gatnamót alveg eins og hlutum að leggnum frá Vesturlandsvegi að Lögbergi og þar kemur þetta saman í vinnuferli sem er í gangi. Við verðum að ætlast til þess að háttvirt bæjarstjórn Kópavogs (Forseti hringir.) afgreiði þetta mál strax. Það er krafa Sunnlendinga, það er krafa (Forseti hringir.) Íslendinga.