138. löggjafarþing — 81. fundur,  25. feb. 2010.

stjórnsýsla ráðherra.

[10:38]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegur forseti. Ég hef hingað til haft gott samstarf við Samband íslenskra sveitarfélaga enda átti ég sæti þar í stjórn um nokkurt skeið. Ég hef nú þegar átt fund með bæði formanni og framkvæmdastjóra sambandsins að því er þetta varðar og við höfum gott samstarf um það og okkar sameiginlega markmið sem er það að skipulagsgerðin sé hafin yfir allan vafa, unnin í sem bestri sátt við alla hlutaðeigandi og að sveitarfélögin átti sig á því, eins og ríkið, að skipulagsmál snúast um hagsmuni allra landsmanna en ekki þær persónur sem sitja í sveitarstjórnum eða þær persónur sem sitja á hverjum tíma í stóli umhverfisráðherra.