138. löggjafarþing — 81. fundur,  25. feb. 2010.

nauðungarsala.

389. mál
[11:48]
Horfa

Frsm. allshn. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Ég ætla svo sem ekki að rökræða við hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur um þetta efni. Ég hef talað fyrir nefndarálitinu og það stendur eins og það er. Þetta er það besta sem nú er í hendi, en eins og vitað er eru skuldamál heimilanna í skoðun hjá ríkisstjórninni, (Gripið fram í: Endalausri skoðun.) endalausri skoðun. Það mun halda þannig áfram þar til viðunandi lausn næst. Hins vegar held ég að við ættum öll að vera meðvituð um það að væntanlega fæst aldrei slík niðurstaða í þetta mál að allir telji hana fullkomna. En ríkisstjórnin mun náttúrlega reyna sitt besta í þeim efnum.