138. löggjafarþing — 81. fundur,  25. feb. 2010.

nauðungarsala.

389. mál
[12:50]
Horfa

Ögmundur Jónasson (Vg):

Hæstv. forseti. Ég vil lýsa yfir mikilli ánægju minni með þetta frumvarp. Við þurfum að horfast í augu við þann vanda sem blasir við skuldugum heimilum og fyrirtækjum. Þessi vandi er því miður ekki nýr af nálinni. Hann er af gamalli rót, afleiðing af langvarandi óstjórn í efnahagsmálum og ráðstöfunum í fjármálakerfi þjóðarinnar. Ég verð að segja að ef ég væri sjálfstæðismaður eða framsóknarmaður, (Gripið fram í: Þú ert að verða nokkuð …) þá mundi ég ekki gleyma S-hópnum, ég mundi ekki gleyma þeim sem gleyptu Landsbankann, (Gripið fram í: Ertu að tala um …) fengu hann færðan á silfurfati. Ég mundi reyna að hafa sögulega sýn á það (Gripið fram í: Af hverju reynir þú ekki að …) hvernig við komumst á þann stað sem (Gripið fram í.) við erum stödd á núna. Ég er bara segja það — [Frammíköll í þingsal.] Ég er að segja að sjálfstæðismenn (Forseti hringir.) og framsóknarmenn eiga að gæta hógværðar (Gripið fram í.) og fara varlega með orðin. (Forseti hringir.) Það er alvarleg staða sem blasir við (Forseti hringir.) hjá mörgum heimilum og fyrirtækjum í landinu. (Gripið fram í.) Þið skulið hyggja að ykkar eigin ábyrgð. [Frammíköll í þingsal.]

(Forseti (ÞBack): Forseti biður um hljóð í salnum.)