138. löggjafarþing — 82. fundur,  25. feb. 2010.

Stjórnarráð Íslands.

375. mál
[16:09]
Horfa

Erla Ósk Ásgeirsdóttir (S) (andsvar):

Ég þakka hæstv. forsætisráðherra fyrir skýr og greinargóð svör og ég vona svo sannarlega að það verði þá tekið sérstaklega fyrir af því að siðareglur eru eitt en reglur um hagsmunaárekstra eru annað og það er mjög mikilvægt og brýnt fyrir aðstoðarmenn ráðherra að vita hvar mörkin liggja í þessum efnum eins og er fyrir stjórnmálamenn almennt og getið er um í lögum um opinbera starfsmenn.