138. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2010.

tekjuskattur.

403. mál
[16:25]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er alveg rétt að þegar menn afgreiða mál undir tímapressu og mikið er undir, vilja auðvitað oft verða einhver mistök. Sagan geymir nú ófá dæmin um það, t.d. síðustu 18 árin eða svo hefur þetta gerst nokkuð oft, (Gripið fram í.) jafnvel síðustu 27 árin, sem sumir eru hér til vitnis um, hefur þetta gerst ærið oft.

Það merkilega er að það er alls ekki við vinnuna hér á Alþingi að sakast, hún var alveg eins og til stóð og Alþingi skilaði sínu og setti lögin í þeirri röð sem þurfti að gera til þess að þau féllu efnislega rétt saman. En það sem gerðist, sem ég fór hér yfir, var að birting laganna snerist við. Það hefur gildi hvor lögin öðlast þar með stjórnskipulega fullt gildi með birtingu sem hefur þessi réttaráhrif og það er það sem er verið að lagfæra hér. Það er ekki hægt að endurtaka birtinguna, hún er staðreynd og lögin öðluðust gildi í þeirri röð. Þar með er rétturinn þannig í bili og þess vegna þarf að gera þessa lagfæringu. Bara til að halda því til haga að þó svo að hér hafi verið annríki mikið fyrir jólin og mikið um afgreiðslur er ekki við það að sakast í þessu tilviki.