138. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2010.

lækkun rafmagnskostnaðar garðyrkjubænda.

193. mál
[17:37]
Horfa

Flm. (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég kem upp af tvennu tilefni, annars vegar til að þakka hv. þingmönnum sem tóku þátt í umræðunni og eru meðal annarra flutningsmenn tillögunnar eins og kom fram, og hins vegar vil ég aðeins nefna það sem kom fram í ræðum að tímalengdin, hvenær hæstv. ráðherrar geti skilað tillögum um úrbætur eða leiðir í þessu máli, verður ekki eins og fyrirhugað var í árslok 2009, heldur er eðlilegt að það verði fyrir þinglok í vor, fyrir sumarþingið. Ég vildi koma upp og árétta það og ég tek fyllilega undir að það hlýtur að vera nægur tími. Eins að þrátt fyrir að endurgreiðsluhlutfallið eða niðurgreiðsluhlutfallið hafi verið hækkað á þessu ári er ekkert úr vegi og nokkuð skynsamlegt að drífa í því að undirbúa málið, því að það kemur vonandi ár eftir þetta ár.