138. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2010.

tilkynning um mannabreytingar í nefndum.

[13:30]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Borist hefur bréf frá þingflokki Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs með ósk um, í samræmi við 16. gr. þingskapa, að eftirfarandi breytingar verði á mannaskipan þingflokksins í nefndum þingsins:

Árni Þór Sigurðsson og Ögmundur Jónasson taka sæti í allsherjarnefnd í stað Atla Gíslasonar og Ásmundar Daðasonar.

Ásmundur Daðason tekur sæti í sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd í stað Ögmundar Jónassonar og í félags- og tryggingamálanefnd í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur.

Þuríður Backman tekur sæti í umhverfisnefnd í stað Ögmundar Jónassonar.

Skoðast þetta samþykkt ef enginn hreyfir andmælum.