138. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2010.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[16:03]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Sú ræða sem hv. þingmaður flutti hér áðan var um margt athyglisverð. Á sumu sem þar bar á góma hefði ég ekki átt von í málflutningi frá hv. þingmanni. Hv. þingmaður talaði um að hér væri um íþyngjandi löggjöf að ræða og vísaði jafnvel í eignarréttinn, að þetta frumvarp sem við ræðum hér væri jafnvel aðför að einhverjum eignarrétti.

Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hún sé bara almennt á móti því að menn setji svona lög. Finnst henni þá í lagi það hlutfall kvenna sem nú er í atvinnulífinu, að í stjórnum fjármálafyrirtækja skuli 6–27% vera konur? Það er ekki verið að tala um nein smáfyrirtæki, við erum að tala um stærstu fyrirtæki landsins sem þessi lög eiga að ganga út frá.

Ég hafna því líka sem hv. þingmaður ýjaði að áðan, að menn væru með einhvern tvískinnung í þessari umræðu, (Forseti hringir.) þ.e. að maður meinti eiginlega ekki það sem maður segði héðan úr ræðustól (Forseti hringir.) Alþingis. Ég hafna því.