138. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2010.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[16:06]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Það eru æðimargir ósáttir við stöðu kvenna í samfélaginu, konur jafnt sem karlar. En mig langar að segja við hv. þingmann að ég hef ekki séð að lögin sjálf hafi breytt miklu þar að lútandi. Það sem þarf til að breyta þessari stöðu kvenna í samfélaginu er ekki lagagjöf heldur viðhorf þeirra sem fara með hið svokallaða vald til þess að velja fólk af báðum kynjum í ábyrgðarstöður, hvort heldur er hjá ríkinu eða einkafyrirtækjum. Það þarf breytt viðhorf. Og mér vitanlega, frú forseti, hafa lögin aldrei breytt viðhorfum fólks. Það þarf að vinna það með einum (Gripið fram í.) eða öðrum hætti, (BJJ: Fæðingarorlofið breytti því.) frú forseti.