138. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2010.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[16:07]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir hressilega umræðu og tek undir með hv. þm. Birki Jóni Jónssyni í útleggingum hans hér. Hér ýjaði hv. þm. Ragnheiður Ríkharðsdóttir í ræðu sinni um jafnréttislög að ákveðnum tvískinnungi en við vitum að opinber jafnréttislög kveða á um að gæta skuli að jafnrétti við skipan í stjórnir. Við vitum að sæki tveir hæfir einstaklingar um skal gætt að kynjasjónarmiðum þegar ráðið er í stöður. Það er framkvæmdarvaldsins að framfylgja þessum lögum og ég er viss um að það er hægt að gera betur. Það tekur samt sem áður ekki réttinn frá mér að viðkomandi aðilar á þessum bekkjum standi sig ekki. Þess vegna ætla ég að fá að halda áfram að berjast fyrir þessu máli.

Mig langar að spyrja hv. þingmann: Hvað hyggst þingmaðurinn gera? Segjum svo að þessi lög yrðu ekki samþykkt, hvað hyggst þingmaðurinn gera árið 2013 þegar átakið er búið og komið hefur í ljós að það virðist ekki ganga? Hvað vill þingmaðurinn gera þá? Vill hann íhuga lagasetningu þá, árið 2013, (Forseti hringir.) eða ekki?