138. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2010.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[16:09]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Svarið er einfalt, ég tel ekki að lagasetning eigi hér við og ég verð alveg jafnmikið á móti henni árið 2013 og ég er núna. Það er ekkert flókið. Ég skipti ekkert um skoðun hvað það varðar af því að það hentar mér árið 2013 að vera annarrar skoðunar en ég er í dag, það er bara ekki þannig.

Ég tel ekki að það eigi að setja lög með þessum hætti gagnvart einum eða neinum. Og ég ítreka enn að á meðan framkvæmdarvaldið sem situr í umboði löggjafans (Gripið fram í.) stendur sig ekki í jafnréttismálum almennt er hæpin forsenda fyrir löggjafann að setja lög sem segja einhverjum öðrum að fara eftir því sem framkvæmdarvaldið í umboði löggjafans getur ekki farið eftir.