138. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2010.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[17:07]
Horfa

Erla Ósk Ásgeirsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef bent á það hér áður í ræðu að fleiri leiðir eru til. Þetta er ekki eina leiðin. Kvótasetning er ekki eina leiðin. (SF: Algjörlega rétt hjá þér.) Hún er kannski nærtækasta dæmið í sjávarútvegi eins og ég kom inn á áðan, en í þessu máli benti ég á það að konur eru einn þriðji af starfsmönnum á almennum vinnumarkaði. Konur eru 20% forustumanna í atvinnulífinu.

Ég held að við ættum kannski að reyna að beina fjármagninu okkar meira inn í atvinnulífið, stofna fleiri fyrirtæki og þannig komast til valda í krafti eigin fjármagns og eigin ágætis. (Gripið fram í: Hallelúja.)