138. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2010.

almenningssamgöngur.

14. mál
[17:36]
Horfa

Þráinn Bertelsson (U) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Árna Þór Sigurðssyni fyrir ágætissvar. Mér fannst ég grilla í skynsamlega hugsun sem ætti að hvíla að baki þessum pólitíska rétttrúnaðarorðafrasa, sjálfbærri þróun. Ef almenningssamgöngur eru rétt skipulagðar eru þær umhverfisvænni en einkasamgöngur ef ég skil þingmanninn rétt. Annars ætla ég ekki á þessu stigi að gera neinar athugasemdir við þetta frumvarp. Ég held að það hafi komið nógsamlega fram hérna að það þarf að huga að orðalagi lagafrumvapa þannig að öll orðin hafi augljósa merkingu og orðin séu nauðsynleg en ekki sett inn með óljósum hætti til að þjóna pólitískri tísku þess tíma sem frumvörpin eru lögð fram.