138. löggjafarþing — 86. fundur,  4. mars 2010.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[11:10]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Með samþykkt þessa frumvarps sem við erum nú að fara að greiða atkvæði um er mikilvægum áfanga í kvennabaráttunni og þingræðinu náð. Kynjakvóti mun tryggja þátttöku kvenna í endurmati samfélagsins. Kynjakvótanum var komið inn í frumvarp hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra að frumkvæði meiri hluta viðskiptanefndar og er gott fordæmi um aukin völd þingsins. Ég mun því segja já.