138. löggjafarþing — 86. fundur,  4. mars 2010.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[11:12]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það hefur nokkuð verið tekist á um þetta mál í þingsölum undanfarna daga en að frumkvæði hv. þm. Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur var þetta mál tekið upp í viðskiptanefnd. Eftir að átaki atvinnulífsins um að jafna kynjahlutföll og fjölga konum í stjórnum stærri fyrirtækja lýkur árið 2013 mun það verða leitt í lög að þannig skuli það vera. Það er sem sagt ljós við enda ganganna. Við viljum að konur komi meira að íslensku atvinnulífi en það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn, einn flokka, er ekki tilbúinn til þess að leita allra leiða til þess að svo verði. Ég segi já með stolti.