138. löggjafarþing — 87. fundur,  8. mars 2010.

tilhögun þingfundar.

[15:04]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Frú forseti. Ég kem hingað til að gleðjast yfir því að hv. þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins skuli vera í sáttahug í dag. Ég vona að það séu allir þingmenn.

Hvað varðar frumvarp til skipulags- og mannvirkjalaga eru þetta frumvörp sem ráðherrar úr öllum stjórnmálaflokkum utan Hreyfingarinnar hafa flutt, undirbúið og unnið að árum saman. Þau hafa verið til umfjöllunar áður í þinginu, ekki bara einu sinni (Gripið fram í.) heldur tvisvar. Ég ráðlegg þingmönnum öllum að taka þátt í 1. umr., lesa frumvörpin auðvitað gaumgæfilega og vera svo með okkur í því að afgreiða hér ný skipulagslög á vori komanda. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)