138. löggjafarþing — 87. fundur,  8. mars 2010.

tengsl Icesave við endurreisn efnahagslífsins.

[16:09]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Það væri nú gott þegar talað er um getuleysi ríkisstjórnarinnar að hv. þingmaður færi yfir stöðu mála og þann árangur sem við sáum um áramótin vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar, bæði varðandi lækkun á verðbólgu sem hefur lækkað verulega, varðandi stýrivextina sem hv. þingmaður talar oft um sem eru komnir úr rúmlega 18% niður í 9,5% og varðandi það að atvinnuleysið var minna en búist var við á síðasta ári. Þetta gæti auðvitað breyst ef við leysum ekki Icesave-málið.

Varðandi skuldavanda heimila veit ég ekki hvort það hefur farið fram hjá hv. þm. Tryggva Þór Herbertssyni að þessi ríkisstjórn hefur lagt fram 20 aðgerðir til að leysa skuldavanda heimilanna, (Gripið fram í.) m.a. hækkað vaxtabætur um helming frá því sem var þegar sjálfstæðismenn stjórnuðu, opnað á séreignarsparnað sem hefur (Forseti hringir.) líka verið innspýting í efnahagslífið og lagað skuldastöðu heimilanna. Ég hef ekki tíma hér, heyri ég, til að telja upp öll þessi mál. Við erum enn að vinna að lausn þeirra og þess mun sjá (Gripið fram í.) stað á þingi (Forseti hringir.) eftir 1–2 vikur.