138. löggjafarþing — 87. fundur,  8. mars 2010.

tillögur starfshóps um kynbundinn launamun.

[16:28]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir svarið. Eftir þeim upplýsingum sem ég aflaði hafði þessi skýrsla ekki verið birt og ég verð að segja að þó að sú dapurlega staðreynd að hér sé mikill samdráttur í opinberum búskap leiði af sér meiri jöfnuð í launum kynjanna veit ég að hagur ríkisins þarf ekki mikið að aukast til þess að hann fari að vaxa aftur. Eins og hæstv. ráðherra sagði sjálfur hefur lítið þokast í þessum málum. Erindi hópsins var að endurmeta kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum stétta þar sem konur eru í miklum meiri hluta. Mér finnst mjög áhugavert og mikilvægt að fá fram hvað þessi starfshópur hafði um þetta efni að segja. Ég hvet því ráðherra til að birta þessa skýrslu hafi ég ekki rangt fyrir mér í því að hún hafi (Forseti hringir.) ekki verið birt.