138. löggjafarþing — 87. fundur,  8. mars 2010.

skipulagslög.

425. mál
[17:02]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég kem hér í andsvar við hæstv. umhverfisráðherra vegna 10. gr. frumvarpsins. Hún kveður á um landsskipulagsstefnu og mig langar að inna hæstv. umhverfisráðherra eftir því hver afstaða Sambands íslenskra sveitarfélaga, liggi hún fyrir, sé til þessarar greinar frumvarpsins og hvort hæstv. ráðherra eigi von á því að sveitarfélögin í landinu séu nú tilbúin til að vinna með ríkinu að gerð landsskipulagsstefnu.