138. löggjafarþing — 88. fundur,  9. mars 2010.

störf þingsins.

[14:06]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég biðst afsökunar á því að brjóta upp dagskrána en ég vildi bara, eins mikið og mig langar að taka þátt í þeirri umræðu efnislega sem hér hefur verið undir liðnum Störf þingsins, að bregðast við þeim misskilningi sem ég held að hafi orðið í þingsalnum, að ég hafi verið að hrauna yfir hv. þm. Kristján Þór Júlíusson. Það var alls ekki ætlun mín ef einhver hefur skilið það svo. Ég var fyrst og fremst að leggja áherslu á mikilvægi þess að við stæðum saman á næstu vikum um að klára þetta mál. Það er mikilvægt að við stöndum saman.