138. löggjafarþing — 88. fundur,  9. mars 2010.

fjölmiðlar.

423. mál
[15:17]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni athugasemdina. Það liggur alveg fyrir að þetta frumvarp hefur aukinn kostnað í för með sér þrátt fyrir einmitt að þau gjöld sem fylgja útvarpsréttarnefnd og stöðugildi í ráðuneytinu leggist inn. Sú útgjaldaaukning mun væntanlega ekki koma til fyrr en á árinu 2011, en það liggur líka fyrir að við munum þurfa að taka tillit til þess í fjárlagatillögum okkar fyrir það ár hvernig við hyggjumst mæta þessari útgjaldaaukningu. Ég met það svo að þetta sé það mikilvægt mál að það verði að fá sína umfjöllun þrátt fyrir þennan aukna kostnað en við munum hins vegar gera grein fyrir því í fjárlagatillögum okkar hvernig við hyggjumst mæta þessum kostnaði.