138. löggjafarþing — 88. fundur,  9. mars 2010.

fjölmiðlar.

423. mál
[15:21]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel raunar að það sé heilmikil pólitísk stefnumörkun í þessu, sérstaklega hvað varðar það að taka alla fjölmiðlana heildstætt fyrir. Þetta er í fyrsta sinn sem prentlögin eru undir í raun og veru, sem sagt prentlögin sett með hljóð- og myndmiðluninni. Það er ekki samkvæmt EES-tilskipun þannig að hér er unnið heilmikið starf í því. Ég nefni líka rétt blaðamanna, ritstjórnarlegt sjálfstæði, vernd heimildarmanna og fleiri slík ákvæði og að réttur blaðamanna sé orðinn núna sá sami hvort sem þeir starfa á prentmiðli eða hljóð- og myndmiðli sem hefur ekki verið.

Ég lít svo á að ýmislegt sé til gagns í frumvarpinu. Eins og ég nefndi áðan taldi ég aðstæður hafa breyst það mikið frá 2005 í samfélaginu að það væri nauðsyn að ný þverpólitísk nefnd settist yfir tillögurnar sem þá lágu fyrir um takmörkun á eignarhaldi. Hins vegar liggur það fyrir að hér er lagt til að að upplýst verði um eignarhald og það verði gagnsætt sem er líka nýmæli. Ýmsa stefnumörkun má finna að auki. Það er ljóst líka að frumvarpið, verði það að lögum, mun hafa áhrif á starfsemi RÚV en ég lít svo á að ýmis mál séu þar til endurskoðunar, m.a. þjónustusamningurinn við RÚV.

Hvað varðar (Forseti hringir.) auglýsingatakmarkanir kem ég að því í mínu seinna svari, þetta er fljótt að líða.