138. löggjafarþing — 88. fundur,  9. mars 2010.

fjölmiðlar.

423. mál
[15:32]
Horfa

Erla Ósk Ásgeirsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. menntamálaráðherra fyrir skýr svör. Það er aðeins kveðið á um eignarhald fjölmiðla, þ.e. varðandi umsækjanda. Mig langar að heyra hvernig ætlunin er að birta það, með hvaða hætti, það er reyndar ekki tekið neitt frekar á því. Mín skoðun er sú að íslenskir skattgreiðendur hafi ekki efni á frekari útgjöldum og hérna er svo sannarlega verið að kveða á um aukin útgjöld. Ef við ræðum um fjárlögin sem við erum að fylgja og eru lög en ekki eitthvað upp á punt, er ekki gert ráð fyrir þessum útgjöldum í fjárlögum og það finnst mér mjög skrýtið. Mig langar að heyra álit menntamálaráðherra á því.