138. löggjafarþing — 91. fundur,  15. mars 2010.

tekjuskattur.

403. mál
[18:11]
Horfa

Frsm. efh.- og skattn. (Helgi Hjörvar) (Sf):

Virðulegur forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti við 2. umr. frá hv. efnahags- og skattanefnd um þetta litla leiðréttingarmál sem stafar af því að þau lög sem þingið afgreiddi hér í desember um tekjuskatt, annars vegar um sameiningu skattumdæmanna og hins vegar breytingar á tekjuskattskerfinu, voru birt í öfugri röð við það sem þingið gerði ráð fyrir við afgreiðslu sína. Frumvarpið er því fram komið til að leiðrétta þá ágalla sem þeim mistökum við birtingu fylgdu. Um leið er áréttað um uppgjörstímabil fyrirtækja sem gera upp utan almanaksárs, þ.e. hafa sérstök uppgjörstímabil.

Mælir nefndin með því að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Auk mín standa að álitinu hv. þm. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, Magnús Orri Schram, Pétur H. Blöndal, Tryggvi Þór Herbertsson, Birkir Jón Jónsson, Ögmundur Jónasson, Lilja Mósesdóttir og Þór Saari.