138. löggjafarþing — 93. fundur,  16. mars 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[18:12]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það sem ég vil bara undirstrika í máli mínu að endingu er að þau litlu skref sem stigin hafa verið í átt að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða hafa að mínu mati verið í áttina að því að virða mannréttindi Íslendinga. Það er mitt mat og ég veit að það eru margir sem deila þeirri skoðun minni. Nú er þegar hafin undirskriftasöfnun sem felur það í sér að framtíð þessara mála verði ráðin í þjóðaratkvæðagreiðslu en ég er ekki viss um að það sé heppileg leið til þess að ákveða fyrirkomulag okkar helsta undirstöðuatvinnuvegar. Ég vil því brýna fyrir hv. þingmanni og þingheimi og Landssambandi íslenskra útvegsmanna að koma að borðinu vegna þess að það er ekki hægt að leysa neitt mál nema menn tali saman. Þegar menn á annað borð tala saman þá er allt hægt.