138. löggjafarþing — 95. fundur,  22. mars 2010.

kjaramál flugvirkja.

483. mál
[13:28]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Við lifum óvenjulega tíma með kjaraskerðingum, atvinnumissi o.s.frv. Ég spyr hv. þingmann hvort hann telji að það sé einkamál þessarar stéttar að hafna launahækkunum upp á 11% og krefjast 15% launahækkunar og beita miklu afli verkfallsins til að knýja það fram í þessari stöðu.