138. löggjafarþing — 95. fundur,  22. mars 2010.

kjaramál flugvirkja.

483. mál
[13:29]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er að sjálfsögðu ekki einkamál þessarar stéttar, alls ekki. Eins og fram kom í ræðu hæstv. samgönguráðherra kemur þetta mjög rækilega niður á sennilega 5.000 manns á dag sem eru fluttir á milli landa. Engu að síður eru að baki þessari lagasetningu klárir peningalegir hagsmunir eins fyrirtækis gegn grundvallarréttindum fólks. Við megum ekki ganga svo auðveldlega fram hjá slíkum réttindum og vaða svo auðveldlega yfir þau réttindi sem mér virðist ætlunin vera að gera í dag.