138. löggjafarþing — 96. fundur,  22. mars 2010.

kjaramál flugvirkja.

483. mál
[16:18]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Eftir hrunið voru útrásarvíkingar ásakaðir um að hafa ekki tekið tillit til þess umhverfis sem þeir lifðu í. Það var talað um haghafa, sem er sama og „stakeholder“ á ensku, öndvert við hluthafa sem eru „shareholders“ á ensku. Þeir áttu sem sagt að taka tillit til nærsamfélagsins. Nú vil ég spyrja hv. þingmann hvort hann telji að stéttarfélög þurfi ekki að taka tillit til nærsamfélagsins, taka tillit til þess fólks sem er að missa vinnuna, er í óvissu um atvinnu sína, hafa þurft að sæta skerðingu á launum o.s.frv., o.s.frv., og raunlaunin í landinu hafa lækkað. Telur hv. þingmaður að stéttarfélög þurfi ekki að taka tillit til þeirra haghafa sem þurfa að líða fyrir þeirra ákvarðanir?