138. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2010.

kjaramál flugvirkja.

483. mál
[17:00]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það frumvarp sem nú er samþykkt er brýnt hagsmunamál. Það er rétt sem hér hefur komið fram að réttur stéttarfélaga til verkfalla er mikill, en afleiðingar þessa verkfalls fyrir fleiri stéttir en þær sem um ræðir í þessari kjaradeilu eru svo miklar að ekki verður við unað. Þetta bitnar á öllum stéttum ferðamennsku og fleiri og efnahagslífið þolir illa margfeldisáhrifin sem eru mikil. Ég vil líka tala um þau skilaboð sem þetta sendir á erlendan vettvang til þeirra sem hyggja á ferðalög á Íslandi í sumar, en atvinnulíf okkar horfir mjög til þess að það verði eitt það gjöfulasta í sögu lýðveldisins.