138. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2010.

viðbragðsáætlun og framkvæmd vegna eldgoss.

[17:39]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ragna Árnadóttir):

Virðulegi forseti. Þegar maður byrjar að hrósa þá gleymir maður gjarnan einhverjum. Ég vil bara ítreka að allir þeir sem komið hafa að þessum málum hafa staðið sig frábærlega vel og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er með puttann á púlsinum í þessu öllu saman.

Hvað varðar það ef það fer að flæða eða ef einhverjir atburðir fara að gerast þarf vitanlega að taka afstöðu til þess hvort það þurfi að koma upp þjónustumiðstöðvum eða öðru. Þá þarf líka að huga að því hvort það þarf að setja upp áfallateymi o.fl. Þær fregnir sem ég fékk núna um fjögurleytið bentu ekki til neins annars en að það væri sama óvissan um þetta allt saman en við vonum öll auðvitað það besta, að þetta gos haldist í skefjum.