138. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2010.

Íslandsstofa.

158. mál
[17:49]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við munum greiða atkvæði með 2. og 3. tölulið þeirrar breytingartillögu sem þarna er en það er rétt að undirstrika að 1. töluliður hefur verið dreginn til baka. Það er margt gott í þessu máli og hefur tekist ágætissamstaða í vinnu nefndarinnar um meginmarkmið Íslandsstofu, þannig að ég dragi ekki dul á það. Á hinn bóginn er líka rétt að draga fram að það er enn þá ákveðinn ágreiningur sem við þurfum að fara betur í gegnum. Við þurfum að leysa ákveðin mál og ég trúi ekki öðru en að það takist. Samvinna nefndarinnar, eins og ég gat um áðan, hefur verið með ágætum og ég hef trú á því að við getum leyst þau mál og viðfangsefni sem við okkur blasa vegna nefndarinnar áður en þingi lýkur.