138. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[17:59]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Vegir mála hér í þinginu eru órannsakanlegir, það er ekki ýkja langt síðan ég taldi að þetta mál hefði verið tekið af dagskrá en það rataði aftur inn á dagskrá. Hér er um að ræða mjög gott mál og ég fagna endanlegri atkvæðagreiðslu um það. Ríkisstjórnin sýnir kjark á viðsjárverðum tímum, hæstv. sjávarútvegsráðherra sýnir kjark og formaður og varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar hafa líka sýnt kjark í þessu máli. (Gripið fram í.) Hér er loksins raunverulega verið að greiða fyrir notkun á auðlindum í almannaeigu (Gripið fram í: Hverjir eru höfundar …?) og einbeitt sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokksins í þessu máli sýnir meira en nokkuð annað til hvers þeir eru hér á þingi. (Gripið fram í: Hvaða …?)