138. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[18:17]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Eins og menn vita hefur þróast heilmikil atvinnugrein, frístundaveiði báta, þar sem gert er út á það að erlendir ferðamenn komi hingað og veiði á sjóstöng. Gert er ráð fyrir því í lögunum að þeir geti landað eins og aðrir bátar, 5% af afla sínum í svokallaðan VS-sjóð. Hins vegar er mjög mikilvægt vegna eðlis málsins að þeir þurfi ekki að skila þessum hluta til skipta heldur renni þetta óskipt til útgerðarinnar. Sú breytingartillaga sem hér er verið að greiða atkvæði um felur það eingöngu í sér að tryggja ótvírætt að tekjurnar af þessu renni eingöngu til útgerðarinnar til hagsbóta fyrir þessa mikilvægu nýju atvinnugrein.