138. löggjafarþing — 99. fundur,  24. mars 2010.

álit framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

417. mál
[18:09]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég sakna að sjálfsögðu hv. þingmanna Vinstri grænna sem eru fjarverandi umræðuna, nema einn hæstv. ráðherra, vegna þess að þessi aðildarbeiðni — ekki aðildarbeiðni, það er búið að leggja inn umsókn um aðild án skilyrða, án nokkurra skilyrða. Það þarf ekki einu sinni að ræða það, það er ekki einu sinni gert ráð fyrir viðræðum. Það er náttúrlega í boði Vinstri grænna. Það liggur alveg ljóst fyrir, það eru þeir sem standa að þessu og verður gaman að sjá þá réttlæta það fyrir kjósendum sínum.

En varðandi hernaðinn og það sem menn hafa rætt um hvert Evrópusambandið stefni, vil ég benda á að það sem kom hérna fram að þeir séu að hugsa um að breyta sjávarútvegsstefnu sinni út af aðild Íslands. Ef þeir geta breytt henni núna geta þeir líka breytt henni eftir 5–6 ár þegar við erum komin inn. Þá geta þeir breytt henni eftir því sem þeim dettur í hug, t.d. að aðrar þjóðir fái að veiða við Ísland.