138. löggjafarþing — 100. fundur,  25. mars 2010.

sanngirnisbætur.

494. mál
[11:25]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil nú gjalda varhuga við því ef nefndir þingsins ætla að fara ofan í einstaka barnaverndarmál. Ég held að við verðum að treysta réttkjörnum barnaverndaryfirvöldum og fagfólki til þess að fara yfir það. Hitt er annað mál að ég tel það bara af hinu góða ef nefnd þingsins fer yfir regluverkið í kringum þetta, þann ramma sem við erum með í kringum barnaverndarmálin, og athugi hvort þar séu einhverjar brotalamir sem hægt er að styrkja í löggjöf eða með reglugerð.