138. löggjafarþing — 100. fundur,  25. mars 2010.

tekjuskattur.

386. mál
[16:30]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þetta andsvar. Það er rétt að við ræddum ekki þetta tiltekna atriði í nefndinni sem ég minntist á hérna áðan, áhrif á þriðja aðila. Ástæðan fyrir því að ég bar það ekki upp í nefndinni var að mér hafði eiginlega ekki komið það til hugar, mér kom þetta eiginlega ekki til hugar fyrr en í ræðustól, þannig að svo virðist vera að oft geti verið gagn af því að halda ræður þrátt fyrir að sumar þeirra séu kannski innihaldsrýrar, maður fær hugmyndir á meðan maður flytur mál sitt. Ég held að það sé fullt tilefni til þess að við hugleiðum þessi áhrif og hvort við eigum hugsanlega að taka þetta mál aftur inn í nefndina til þess að ræða þetta tiltekna atriði.