138. löggjafarþing — 101. fundur,  25. mars 2010.

virðisaukaskattur.

460. mál
[17:37]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Bílaeigur njóta alls kyns fyrirgreiðslu af hendi ríkisins þegar þær kaupa nýja bíla, virðisaukaskattur er felldur niður, vörugjöld eru felld niður o.s.frv. Hins vegar ef þær kaupa notaða bíla hafa þær ekki notið neinnar fyrirgreiðslu hingað til þannig að þær eru í rauninni neyddar til að kaupa nýja bíla og eyða dýrmætum gjaldeyri þjóðarinnar sem við eigum því miður mjög lítið af í dag. Hér er lagt til að þær fái að færa virðisaukaskatt sem innskatt þannig að þær fái hann niðurfelldan af kaupverðinu og það er mjög jákvætt. Reyndar eru kvaðir um að 15% af bílaflotanum eigi að vera með þessum hætti og vörugjaldið er ekki notað.

Ég lagði til að þessi 15% yrðu afnumin vegna þess að þetta kann að hækka verð á notuðum bílum sem kemur þeim fjölskyldum til góða sem eru með notaða bíla og mjög há og óhagstæð gengistryggð lán. (Forseti hringir.) Ég segi já.