138. löggjafarþing — 101. fundur,  25. mars 2010.

virðisaukaskattur.

460. mál
[17:39]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F):

Frú forseti. Hér erum við að greiða atkvæði um það að koma til móts við þá miklu þörf sem bílaleigur landsins standa frammi fyrir er snertir bílaleiguflotann. Íslensk ferðaþjónusta er gjaldeyrisskapandi atvinnuvegur og við þurfum mikið á gjaldeyri að halda eins og sakir standa og það er þess vegna sem við framsóknarmenn styðjum þetta frumvarp eindregið til þess að við getum á næsta sumri tekið á móti gríðarlega vaxandi fjölda ferðamanna hingað til landsins þannig að hér er um mjög gott mál að ræða. Í raun og veru hefur það verið ansi hreint skemmtilegt að taka þátt í síðustu þremur atkvæðagreiðslum því að við höfum náð saman um þrjú mikilvæg mál sem er forsenda framfara og við framsóknarmenn leggjum okkar lóð á vogarskálarnar. Ég sé að nú vantar orðið þingmenn í salinn til þess að greiða þessu góða málefni lið þannig að, frú forseti, (Forseti hringir.) ég mælist eindregið til þess að þingmenn segi já við þessu frumvarpi.