138. löggjafarþing — 104. fundur,  13. apr. 2010.

rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, skýrsla nefndar skv. lögum nr. 142/2008.

[13:34]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég óska eftir því að þú hvetjir fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Samfylkingar til að sitja í salnum meðan umræða um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis fer fram. Ábyrgð þessara flokka er mikil og því tel ég nauðsynlegt að þessir flokkar sitji hér meðan á umræðu stendur.