138. löggjafarþing — 104. fundur,  13. apr. 2010.

rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna 2008 og tengdra atburða, skýrsla nefndar skv. lögum nr. 142/2008.

[18:44]
Horfa

Forseti (Steinunn Valdís Óskarsdóttir):

Forseti vill beina því til hv. þingmanna að samkvæmt 78. gr. þingskapa er þingmönnum boðið að tala virðulega um forseta lýðveldisins. (BVG: Ég gerði það.) Forseti sér ekki ástæðu til að víta þingmanninn vegna þeirra ummæla sem hann viðhafði um forseta lýðveldisins en vill engu að síður beina þessari vinsamlegu áminningu til allra þeirra hv. þingmanna sem eru hér í þingsalnum.